Monday, October 15, 2012

Bergen city


Eitt af því sem mér finnst mest heillandi við útlönd eru litlar þröngar götur með litlum búðum í kjallaranum.
Það eru sko aldeilis margar svoleiðis götur hér í Bergen og fyrir nokkrum dögum síðan ákváðum við sambúendurnir að kíkja í nokkrar þeirra. Hér fyrir neðan koma örfáar myndir af því sem heillaði mig mest.


Aðeins of krúttlegt útvarp 


flottasta hjól sem ég hef á ævi minni séð!


Get nú ekki skrifað blogg þar sem ég tala um Bergen án þess að minnast á uppáhalds staðinn minn!
Folk og røvere ( fólk og ræningjar). Lítið og krúttlegt kaffihús sem verður að snilldar pöbb á kvöldin.



Ég þarf að vera duglegri að taka myndir af því sem ég sé hér í Bergen og pósta þvi hingað inn.

Hilsen
Nanna Birta

Tuesday, October 2, 2012

Litagleði


Ég er ótrúlega veik fyrir mjög sérstökum og litaglöðum hlutum. 
Greyið sá sem á eftir að þurfa að búa með mér í framtíðinni (ef ég enda ekki ein með köttunum mínum).
Hér eru þrír hlutir sem ég féll fyrir þegar ég var að vafra um netið ..   Njótið! 


Ef þetta er ekki flottasti hárblásari í heimi þá skal ég hundur heita!


Ef að ég ætti þessa sósuskál myndi ég klárlega leggja í það að læra að búa til sósur ..


Elsku uppáhalds Hello Kitty 


- Nanna Birta

Every Month is Oktoberfest

Þessa dagana er ég að fýla ýmis trend, eitt af þeim er föt og fylgihlutir í rauðlituðum tónum.
Ótrúlega haustlegur litur sem að mínu mati fer ljósari húðtónum betur en þeim dekkri (sem er gott fyrir okkur fölu íslendingana).



 krúttleg peysa úr H&M



Kjóll af asos.com


Naglalakk frá OPI sem heitir "Every Month is Oktoberfest" úr Germany línunni




- Nanna Birta 

Thursday, September 27, 2012

Wishlist




Mig langar í alla varalitina úr Marilyn Monroe línunni, get ekki beðið eftir að hún komi í búðir en það gerist 4.okt ( í usa), það er samt hægt að kaupa hluti úr henni á netinu fram að þeim tíma.
Litirnir í þessari línu, bæði í varalitum og naglalökkum eru ótrúlega haustlegir og fallegir.


The vice pallettan frá Urban Decay lofar góðu. Flottir litir sem gæti verið gaman að leika sér með. 


Förðunarburstar frá Sigma. Ég hef hingað til haldið mig við MAC en ég er óð í að prufa þessa frá Sigma.


Stay Matte púðrið frá Rimmel. Þetta er eitthvað sem ég ætla bókað mál að panta mér af netinu því ég virðist hvergi finna þetta púður hér í Noregi.


Clarisonic húðhreinsi burstinn er eitthvað sem mig er búið að langa í mjög lengi. Burstinn er frekar dýr en samt sem áður góð fjárfesting. Hef séð ótrúlegar breytingar á húð eftir notkun á þessum bursta.


Þá er óskalistinn búinn í bili ..
Ég vil svo bara minna vini og vandamenn á það að ég á afmæli í október *hint hint*

- Nanna Birta